Héraðsdómur: Samningar BÍ gilda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að vinnutilhögun þegar blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir réði sig í febrúar í fyrra til starfa fyrir Gebo útgáfufélagið sem rekur miðilinn nútíminn.is, skuli teljast ráningarsamand en ekki verksamningur. Málsatvik voru þau að Ingunn vann á nútíminn.is í viku, samtals 58 klst. En samkvæmt ráðningarskilmálum sem Gebo vísar til áttu launagreiðslur að vera árangurstengdar. Félagið bauðst því aðeins til að greiða 17.000 krónur á þeirri forsendu að um verksamning við blaðamanninn hafi verið að ræða. Blaðamannafélagsið blandaði sér í málið og  taldi Ingunni Láru eiga rétt á rúmum 174 þúsundum króna fyrir þessa vinnu í samræmi við kjarasamninga BÍ og samtaka atvinnulífsins. Ingunn stefndi þá  Gebo og niðurstaða dómsins í fyrradag var að taka að öllu leyti til greina kröfur Ingunnar.

Sjá dóminn hér