Hjálmar áfram formaður

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Frestur til að bjóða sig fram til formanns BÍ á komandi aðalfundi rann út á miðnætti,  en framboð  þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Aðeins eitt framboð barst, en það er framboð Hjálmars Jónssonar sitjandi formanns. Hann verður því sjálfkjörinn á aðalfundinum.

Aðalfundur Blaðamannafélagsins  árið 2020 verður haldinn fimmtudaginn 29. október n.k. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. Fyrirkomulag fundarins með tilliti til sóttvarna verður nánar kynnt síðar.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Skýrslur frá starfsnefndum
  • Kosningar 
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál