Hjálmar gáttaður á gagnrýni

Hjálmar Jónsson formaður BÍ tjáði sig í viðtali við Fréttablaðið um gagnrýni þingmanns á framgöngu Einars Þorsteinssonar, fréttamanns RÚV vegna Landakostsmálsins í Kastljósi á dögunum. Þar var Einar að ræða við Má Kristjáns­son, formann farsóttanefndar Landspítalans. Haft er meðal annars eftir  Hjálmari: "Ég er full­kom­lega gáttaður á því að fólk sé að gagn­rýna Einar fyrir að vinna vinnuna sína. Það er hans hlut­verk og skylda að spyrja þessara spurninga. Þetta er ekki per­sónu­legt. Hann er að sinna sínu starfi og á að gera það. Fólk sem er í þessum stöðum á að geta svarað fyrir sínar gjörðir." 

 Sjá frétt Fréttablaðsins hér