Höfundaréttur blaðamanna

Evrópusamband blaðamanna og samtök útgefenda á fréttaefni í Evrópu hafa komist að samkomulagi um orðalag sem á að tryggja höfundarétt blaðamanna í breytingum sem fylgja nýrri tilskipun um réttindi útgefenda á sameiginlegum stafrænum markaði ESB (EES). Tilskipunin, sem fer í atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu í dag,  5. júlí, á að tryggja útgáfuréttindi  útgefenda á stafrænum markaði og gegnur samkomulagið um orðalagið út á að þær varnir sem útgefendur fá muni ekki nýtast til að þeir geti gegnið á rétt blaðamanna á efni sem blaðamenn búa til.  Orðalagið í samkomulagið segir m.a.: „Þær varnir sem útgefendur fá samkvæmt tilskipun þessari geta ekki haft áhrif á réttindi höfunda og annara rétthafa á þeim verkum sem um ræðir, þar á meða möguleika rétthafa til að ráðstafa eða nýta sér efnið á öðrum vettvangi en þeim sem það birtist fyrst.“

Sjá einnig hér