Hvíta-Rússland: Blaðamenn krefjast rannsóknar á ofbeldi

Blaðamaðuarinn Ruslan Kulevich var handtekinn að kvöldi 11. ágúst þegar hann var að dekka mótmælin í…
Blaðamaðuarinn Ruslan Kulevich var handtekinn að kvöldi 11. ágúst þegar hann var að dekka mótmælin í Grodno fyrir vefritið Hrodna.life. Lögreglan barði hann og braut á honum báða framhaldleggina og veitti honum fjölmarga áverka aðra, einkum á höfði. Honum var síðan sleppt án þess að gefnar væru neinar skýringar þann 13. ágúst.

Blaðamenn í bænum Grodno í Hvíta – Rússlandi, sem er nærri pólsku landamærunum, hafa borið fram formlega kvörtun vegna lögregluofbeldis sem þeir urðu fyrir í friðsamlegum mótmælum þann 9-11 ágúst.  Evrópusamband blaðamanna og Blaðamannasamband Hvíta - Rússlands  hafa krafist þess að yfirvöld grípi þegar til viðeigandi réttarfarsúrræða og rannsókna til að draga til ábyrgðar þá sem stóðu fyrir þessu óréttláta ofbeldi.

Í yfirlýsingu sinni segja blaðamennirnir frá Grodno að þeir hafi fjölmarga vitnisburði um ólögmætar handtökur, líkamlegt ofbeldi, eyðileggingu á borgaralegum ökutækjum, ólöglega skerðingu á ferðafrelsi og ofbeldi gegn fólki í varðhaldi.

Blaðamennirnir  gera kröfu um að fá upplýsingar um nákvæman fjölda og nöfn þeirra sem voru handteknir í mótmælunum og jafnframt að fá upplýsingar um hugsanlegar ákærur, staðsetningu og réttarstöðu þessa fólks. Þá gera þeir kröfu um að stjórnvöld upplýsi hvaða sveitir löggæslufólks tóku þátt í handtökunum og flutningum mótmælenda og nöfn og stöðuheiti þeirra sem þar voru í forustu.   

Loks krefjast blaðamennirnir þess að fá upplýsingar um til hvaða aðgerða hafi verið gripið eða standi til að grípa til við að rannsaka ólögmætar hantökur og líkamlegt ofbeldi gagnvart fjölmiðlafólki og öllum almenningi.

Sjá einnig hér