IFJ: Ákæran ógn við blaðamenn og blaðamennsku

Fyrir stundu var samþjóða samþykkt, m.a. með atkvkæði BÍ,  á þingi Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ)  sem nú stendur yfir í Túnis eftirfarandi ályktun:

„Ákærur bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange eru ógn við blaðamenn og blaðamennsku um allan heim.

Ákærunum er greinilega ætlað að saksækja Assange fyrir að taka við og birta mikilvægar upplýsingar sem varða almannaheill, og ganga með skýrum hætti gegn fyrri ákvörðunum Hæstaréttar Bandaríkjanna um að verja tjáningarfreslis réttindi ( first amendment rights).

Þing Alþjóðasambands blaðamanna styður ákalla aðildarfélaga þess um að ríkisstjórnir Bretlands og Ástralíu komi í veg fyrir framsal Assange til Bandaríkjanna.

Þingið felur framkvæmdastjórn Aljóðasambandsins að:

     1. Fara með þetta mál til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

     2. Skora á Evrópuþingnið og Evrópuráðið að standa vörð um tjáningarfrelsið.“