IFJ og EFJ styðja óbreytt tilskipunarfrumvarp um höfundarétt

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa í sameiningu sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við frumvarp að tilskipun ESB um  höfundarétt á hinum stafræna innri markaði sambandsins með hvatningu um að frumvarpið verði samþykkt með því orðalagi sem laganefndin hefur skilað því af sér.  Greidd verða atkvæði um frumvarpið á Evrópuþinginu þann 12 september nk.

Segir í yfirlýsinguni að frumvarpið viðurkenni mikilvægi höfundaréttar og hvetji til að fjölmiðlafyrirtæki fjárfesti í gæðaefni sem sé nauðsynlegt á stafrænum tímum þegar nýting á fréttatengdu efni er mjög margvísleg. Segir að eins og laganefndin hafi samþykkt frumvarpið sé um tímamótatexta að ræða.

Anthony Bellanger, framkvæmdastjóri IFJ segir að með þessum langþráða frumvarpi sé verið að rendurreisa jafnvægi og fjölbreytni á sviði sem nú sé stjórnað af örfáum stórfyrirtækjum. Hann bendir líka á að margir þeirra sem gagnrýni nú þetta frumvarp og segist vegar sjálfstæðir áhugamenn séu í raun fjarmagnaðir af þessum viðskiptarisum.

Sjá einnig hér