IFJ: Stuðningyfirlýsing við aðgerðir BÍ

Younes Mjahed forseti IFJ
Younes Mjahed forseti IFJ

Blaðamannafélagi Íslands hefur borist stuðningsyfirlýsing frá Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) vegna yfirstandandi kjarabaráttu og verkfallsaðgerða.  Í bréfi sem Younes Mjahed forseti IFJ sendi Hjálmari Jónssyni formanni BÍ eru fyrir hönd blaðamannasamtaka um allan heim sendar baráttukveðjur til félaga BÍ og lýst aðdáun á þeim aðgerðum sem félagið hefur farið í til að bæta kjör stéttarinnar.

Forsetinn kveðst stoltur bjóða fram stuðning IFJ í yfirstandandi verkfallsaðgerðum og óskar blaðamönnum góðs gengis í baráttunni.