Ítrekun frá blaðamönnum mbl.is vegna fréttaskrifa á vefnum í dag

Blaðamannafélagi Íslands hefur borist stutt ítrekun frá blaðamönnum mbl.is vegna fréttaskrifa á vefnum í dag:

„Blaðamenn og fréttastjórar á mbl.is lögðu niður störf í samræmi við boðaða vinnustöðvun Blaðamannafélags Íslands kl. 10 í morgun. Þrátt fyrir það birtust fréttir, sem skrifaðar voru af öðrum blaðamönnum Árvakurs og lausapennum, allt frá því kl. 10 og til kl. 18, er löglega boðuðum aðgerðum blaðamanna lauk.

 Við undirrituð ítrekum áður yfirlýst vonbrigði okkar með þessar aðgerðir, sem álitnar eru verkfallsbrot af Blaðamannafélagi Íslands og verða teknar fyrir í Félagsdómi. Við teljum þær varpa rýrð á fyrirtækið sem við störfum hjá og að þær séu ekki gott innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.“

 

Undir þetta skrifa:
Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Erla María Markúsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðmundur Hilmarsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Hallur Már Hallsson, Ívar Benediktsson, Kristján Jónsson, Jóhann Ólafsson, Jón Pétur Jónsson, Sindri Sverrisson, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Víðir Sigurðsson, Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ásgrímsson Melén og Þórunn Kristjánsdóttir.