Kjart­an Lár­us Páls­son látinn

Kjart­an Lár­us Páls­son, far­ar­stjóri og blaðamaður lést á Land­spít­al­an­um síðastliðinn föstu­dag.  Kjart­an fædd­ist í Kefla­vík 1939, elsta barn þeirra Páls Ebenesers Sig­urðsson­ar og Ingi­bjarg­ar Berg­mann Ey­vinds­dótt­ur. Kjart­an stundaði ýmis störf til sjós og lands en hóf ungur að starfa í blaðamennsku og byrjaði að skrifa um íþróttir fyrir Vísi upp úr 1960 undir einkennisstöfunum­  -klp. Kjart­an var síðan í blaðamennsku í aldarfjórðung á Vísi, Tímanum og DV og skrifaði ýmist um íþróttir eða almennar fréttir.  Kjartan gerðist síðan fararstjóri fyrir freðaskrifstofur og starfaði við það um árabil bæði í Evrópu og um skeið á Tælandi. 

Kjartan var félagi í Blaðamannafélaginu og hafði félagsskíteini nr. 12 þegar hann lést og ræddi Guðrún Guðlaugsdóttir við hann í bókinni „Í hörðum slag – Íslenskir blaðamenn II“,  sem Blaðamannafélagið og Sögur útgáfa gáfu út í árslok 2016 í tilefni af 120 ára afmæli BÍ sem var árið 2017. 

Kjart­an læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Jón­ínu S. Kristó­fers­dótt­ur. Börn þeirra eru Dag­björt L. Kjart­ans­dótt­ir Berg­mann og Jón Berg­mann Kjart­ans­son, sem tók sér lista­manns­nafnið Ransu. Barna­börn­in eru fimm og barna­barna­börn­in þrjú.