Kjörsókn í formannskosningum

Á hádegi í dag, 24. apríl, höfðu 145 kosið í formannskjöri í Blaðamannafélagi Íslands. Tveir eru í kjöri, þau Heimir Már Pétursson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir.  Á kjörskrá eru 553 þannig að kjörsóknin er því rétt rúm 26% það sem af er.  Kjörfundur stendur til miðnættis á mánudag, 26. apríl, og er hægt að finna slóð á kosningakerfið í frétt hér fyrir ofan (við hlið myndarinnar).