Könnun Reuter: Hverfandi útbreiðsla falsfréttasíðna

Reutersstofnunin hefur nú birt fyrstu rannsóknina byggða á könnun þar sem útbreiðsla falsfrétta á netinu er mæld og athyglinni beint að vinsælustu netsíðum með falsfréttir í Frakklandi  og á Ítalíu.  Niðurstöðurnar sýna að falsfréttir hafa takmarkaða útbreiðslu og að fólk eyðir mun minni tíma á falsfréttasíðum en á hefðbundnum fréttasíðum.

Því er iðulega haldið fram að falsfréttir hafi mikil áhrif, en könnunin sýnir að innan við 1% þeirra sem eru á netinu í bæði Frakklandi og Ítalíu skoða slíkar síður. Til samanburðar þá ná vinsælustu fréttasíðurnar í þessum löndum, Le Figaro í Frakklandi og La Republica á Ítalíu til  22,3% og 50,9% landsmanna í viðkomandi löndum. 

Sjá könnunina hér

Umfjöllun um könnunina hér