Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?

Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?

Er yfirskrift erindis sem Guðbjörg Hildur Kolbeins mun flytja á fundi hjá Femínistafélagi Íslands nú á fimmtudaginn,1. nóvember. Erindið fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í kosningabaráttu og hlutfall kynjanna í kosningaumfjöllun fjölmiðla. Hin óvenjulega yfirskrift er sótt í umræðu sem orðið hefur um grænan jakka sem Angela Merkel klæddist í sumar og vakti mikla athygli.

Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 5 og hefst kl. 20:00