Landsréttur: Léttir lögbanni á umfjöllun Stundarinnar

Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um að aflétta beri lögbanni á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni HoldCo.  Landsréttur féllst  á forsendur héraðsdóms að umfjöllun Stundarinnar „hefði í megindráttum beinst að viðskiptaháttum í einum af stóru viðskiptabönkunum fyrir fall þeirra 2008 og viðskiptaumsvifum þáverandi forsætisráðherra og lögaðila og einstaklinga sem tengdust honum fjölskylduböndum og/eða í gegnum viðskipti sem jafnframt tengdust eða voru fjármögnuð af umræddum banka. Umfjöllunin hefði að stærstum hluta átt erindi til almennings á þeim tíma sem hún var sett fram í aðdraganda þingkosninga.“

Þá kemur fram að fallist var á að ekki yrðu dregnar þær ályktanir af umfjölluninni að ætlunin hefði verið að nýta þau bankagögn sem stefndu höfðu undir höndum og njóta verndar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 til þess að fjalla um fjárhagsmálefni einstaklinga sem ekki ættu erindi til almennings. Með vísan til þessa og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var ekki fallist á varakröfur Glitnis HoldCo.

Sjá dóminn hér