Leiðbeiningar til að forðast netáreitni

Blaðamenn, einkum blaðakonur, búa við vaxandi áreitni og árásir á netinu, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla.  Árásir þessar fela iðulega í sér hótanir gagnvart blaðamanninum sjálfum eða fjölskyldu hans og yfirleitt eru alvarlegustu afleiðingar þeirra andlegs eðlis ef marka má mikilvæga könnun sem gerð var fyrir skömmu  á vegum Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ). Kvíði, stress, og ótti sem síðan geta leitt til sjálfsritskoðunar eru helstu afleiðingar netáreitni gagnvart blaðamönnum.

Committee to Protect Journalists (CPJ) sem hefur það að markmiði að vinna gegn ofbeldi gegn blaðamönnum hefur nú gefið út leiðbeiningar til blaðamanna á vefsíðu sinni um það hvernig þeir geti reynt að verja sig gegn netáreitni og tryggja andlega velferð sína.  Þessar leiðbeiningar má sjá hér.