Mátti ekki kalla Múhameð barnaníðing

Austurísk kona sem kallaði Múhameð spámann barnaníðing og var dæmd sek fyrir í heimalandi sínu fékk ekki viðurkenningu á því fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að ummæli hennar rúmuðust innan ramma tjáningarfrelsis hennar. Dómur í málinu féll í síðustu viku. Mannréttindadómstóllinn hefur gefið út viðmið um það hvernig dómstólar aðildarríkja Evrópuráðsins eigi að túlka og meta jafnvægið milli tjáningarfrelsis og einkalífs og til að hafa trúarskoðanir sínar í friði. Í dóminum kemur fram að MDE telur að austurrísku dómstólarnir hafi fylgt þessum viðmiðum í mati sínu.

Málsástæður eru þær að konan var kennari á námskeiði undir yfirskriftinni „Grunndvallaratriði um Islam“ og gerði í þessu námskeiði hefðbundnar islamskar sögur um giftingu Múhameðs og hinnar 6 ára gömlu Aisha að umtalsefni og líkti samlífi hans þremur árum síðar þegar hann var um fimmtugt og stúlkunnar, sem barnaníði.  Mun konan, kennarinn á námskeiðinu, hafa sagt að Múhameð hafi haft kynferðislanganir til barna og sitthvað fleira, m.a.  spurt hvað ætti að kalla þetta annað en barnaníð?  Austurískir dómstólar töldu hana með þessu vera að vanvirða trúarskoðanir annara, en konan fór með málið fyrir MDE.  MDE segir að trúarskoðanir séu í sjálfu sér ekki undanþegnar gagnrýni eða því að menn afneiti þeim. Hins vegar hafi ummæli konunnar, í þeim kringumstæðum sem þau komu fram, ekki verið hlutlæg eða sett í sögulegt samhengi og höfðu enga þýðingu fyrir almenna umræðu. Frekar væru þau til þess fallinn að draga fram að Múhameð væri ekki verðugur spámaður og ummælin og samengið til þess fallin að lítillækka Íslam.

Staða þess sem setur fram ummæli, samhengi ummælanna og þýðing fyrir almenna umræðu eru einmitt meðal þeirra viðmiða sem MDE hefur sett fram þegar meta skuli mörk tjáningarfrelsis og einkalífs.

Sjá fréttatilkynningu frá MDE hér

Sjá dóminn í heild hér