Meðallaun hjá Árvakri hækkuðu um 10% á síðasta ári

Yfirlit yfir rekstur miðla á síðasta ári í riti Frjálsrar verslunar.
Yfirlit yfir rekstur miðla á síðasta ári í riti Frjálsrar verslunar.

Meðallaun hjá Árvakri hf. hækkuðu um 10% á síðasta ári en meðallaun hjá Ríkisútvarpinu ohf. hækkuðu um 5%. Á sama tíma drógust meðallaun 365 miðla ehf. saman um 12% og meðallaun hjá Senu ehf. drógust saman um 5%. Meðalárslaun fjölmiðlafyrirtækja voru hæst hjá Árvakri í fyrra eða 10,2 milljónir króna. Hjá Ríkisútvarpinu voru meðallaun 8,5 milljónir króna og meðallaun hjá 365 miðlum námu 7,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í nýju riti 300 stærstu sem Frjáls verslun gefur út. Þar kemur fram að Ríkisútvarpið er í 120. sæti fyrirtækja í landinu þegar kemur að veltu en velta Ríkisútvarpsins nam 6,7 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 1%. Velta Árvakurs jókst um 3% og velta 365 miðla um 4%.