Mikið traust til íslenskra fjölmiðla

Það vekur sérstaka athygli að í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Fjölmiðlanefnd nýlega segjast rúmlega 66% aðspurðra bera traust til íslenskra fjölmiðla. Þetta er talsvert hærra en hefur verið að mælast almennt í könnunum undanfarin ár, t.d. hjá MMR, ef undan er skilið traustið til RÚV sem jafnan mælist á þessum slóðum.

Fjölmiðlanefnd hefur að norskri fyrirmynd látið gera sérstaklega áhugaverða könnun á miðlalæsi á Íslandi, og hefur nú birt fyrsta hluta af niðurstöðunum á heimasíðu sinni.  Er þetta liður í viðleitni Fjölmiðlanefndar  að sinna því hlutverki sínu að „að taka saman áreiðanlegar upplýsingar til að fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaðnum og hvernig fjölmiðlanotkun almennings breytist með tímanum”.

Sjá úrdrátt niðurstaðna hér og allar niðurstöður hér