Myndir ársins 2020

Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Blaðaljósmyndarafélag Íslands bjóða  félögum í BÍ á sýninguna MYNDIR ÁRSINS 2020 laugardaginn 6. febrúar kl. 15:00-17:00 og sunnudaginn 7. febrúar kl. 13:00-17:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð.

Ekki verður formleg opnun á sýninguna vegna Covid 19 en félögum í Blaðamannafélaginu og gestum þeirra er boðið sérstaklega þessa fyrstu sýningarhelgi.

Ókeypis aðgangur opnunarhelgina.

Athugið að fjöldi gesta í sýningarsal takmarkast af sóttvarnareglum hverju sinni. Að óbreyttu er hámarksfjöldi í sal 20 manns og eru gestir beðnir um að vera með grímur og gæta að 2 metra reglunni.