Myndir ársins 2009 - 2016 komnar á vefinn

Mynd ársins 2016 - Ljósmyndari Heiða Helgadóttir.  
Morteza Songolzadeh  þurfti að flýja frá Íra…
Mynd ársins 2016 - Ljósmyndari Heiða Helgadóttir.
Morteza Songolzadeh þurfti að flýja frá Íran eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku.

Ljósmyndabækurnar Myndir ársins, sem geyma myndir sem verið hafa á samnefndum sýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands, eru nú að hluta til komnar inn á vefinn. Bækurnar sem um ræðir eru nýjustu bækurnar, þ.e. frá 2016 og aftur til 2009, en vonir standa til að eldri bækur geti komið þarna inn síðar. Bækurnar má skoða með því að smella á kassann  hægra megin efst á forsíðu vefsins þar sem stendur: Myndir ársins, bækur.  Stóru myndirnar sem koma upp á forsíðu vefsins eru fengnar úr síðustu sýningu, en nú gefst fólki kostur á að fletta í eldri bókum líka.