Myndir ársins: Forsýning fyrir félaga í BÍ

Myndir ársins, sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands verður opnuð almenningi i Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 16, 6. hæð, á mánudag eins og fram hefur komið hér á press.is. Félögum í BÍ er hins vegar boðið á sýninguna í dag laugardag  milli 15-17 og á morgun, sunnudag kl 13 -17.  Viðurkenningar fyrir myndir ársins verða veittar í dag. Ekki verður formleg opnun á sýningunni eins og verið hefur undanfarin ár vegna Covid-19, en takmarkanir á fjölda í sal miða við 40 manns í einu.