Myndir ársins: frítt fyrir félaga í BÍ

Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Myndir ársins, var í gær opnuð almenningi mun standa til 30. maí.  Aðstandendur Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Blaðaljósmyndarafélagsins hafa sammælst um að félagar í Blaðamannafélai Íslands  muni fá frítt á sýninguna út sýningartímann. Félagar þurfa aðeins að gera grein fyrir sér í móttökunni.