Myndmál fjölmiðla

Fréttamynd ársins 2020. Myndina tók Kristinn Magnússon af bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgar…
Fréttamynd ársins 2020. Myndina tók Kristinn Magnússon af bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu.

Norræna endurmenntunarstofnun blaðamanna, NJC, í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands býður upp á einstakt námskeið í myndmáli fjölmiðla dagana 26.-27.febrúar næstkomandi. Danski fjölmiðlamaðurinn Torben Schou leiðbeinir á námskeiðinu, en hann er þekktur fyrir áhugaverð efnistök í sjónvarpi. Kennt verður á ensku. Þátttökugjald er 30.000 krónur en félagar í Blaðamannafélaginu geta fengið gjaldið endurgreitt að fullu í lok námskeiðs. Fyrstir koma, fyrstir fá. Innritun og frekari upplýsingar: Sigrún Stefánsdóttir, 8614499 eða sigruns@unak.is.  Greiðsla þátttökugjalds fer í gegnum BÍ