Námskeið um rekstur landsmálablaða

Símenntun Háskólans á Akureyri og Blaðamannafélag Íslands bjóða til tveggja daga námskeiðs dagana 8. og 9. febrúar, þar sem fjallað verður um fjármögnum landsmálablaða og núverandi rekstrarumhverfi. Einnig verður rætt um hlutverk lítilla miðla og nálægðarvanda þeirra. Unnið verður með textagerð og fréttaskrif og fjallað um hvernig hægt er að gera þessa miðla gagnvirkari en þeir eru í dag.  Í lok námskeiðsins býður Blaðamannafélagið  þátttakendum til kvöldverðar. Umsjónarkennari er dr. Sigrún Stefándóttir fjölmiðlafræðingur. Frekari upplýsingar um fyrirlesara koma fljótlega.

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hefur löngum verið erfitt margir þeirra eru að gefast upp. Sambærilegir miðlar í grannlöndunum njóta ríkisstyrkja til þess að stuðla að aukinni fjölbreytni og fjölræði bæði á landsvísu og á staðbundnum svæðum.

Eru ríkisstyrkir lausnin hér á landi? Menntamálaráðherra hefur komið með mikilvægt útspil í þessum efnum, og vinnur nú að endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Mun þessi endurskoðun gagnast dreifbýlisblöðunum og litlu fréttanetmiðlunum?

Sjá enn fremur hér