Nethöft fara vaxandi í heiminum

Netfrelsi í Evrópu. Kort: Comparitech
Netfrelsi í Evrópu. Kort: Comparitech

Fleiri en sex af hverjum tíu jarðarbúum (5,03 milljarðar manna) nota netið. Nálgast þar upplýsingar, afþreyingu, fréttir og félagsleg samskipti. En hvar í heiminum geta venjulegir borgarar notið jafns og óhindraðs aðgangs að netinu? Fjölþjóðlega fyrirtækið Comparitech, sem er með höfuðstöðvar í Englandi, helgar starfsemi sína netöryggi fyrir neytendur, en meðal afurða þess er „netfrelsisvísitala“ (sem á ensku ber titilinn Internet Censorship 2022: A Global Map of Internet Restrictions), þar sem mat er lagt á það hve miklar hömlur stjórnvöld í ríkjum heims leggja við aðgengi borgaranna að netinu. 

Rannsókninni sem „netfrelsisvísitalan“ byggir á  er lýst svo: 

„In this exploratory study, our researchers have conducted a country-by-country comparison to see which countries impose the harshest internet restrictions and where citizens can enjoy the most online freedom. This includes restrictions or bans for torrenting, pornography, social media, and VPNs. Also whether there are restrictions or heavy censorship of political media and any additional restrictions for messaging/VoIP apps.

Although the usual culprits take the top spots, a few seemingly free countries rank surprisingly high. With ongoing restrictions and pending laws, our online freedom is at more risk than ever.

We scored each country on six criteria. Each of these is worth two points aside from messaging/VoIP apps which is worth one (this is due to many countries banning or restricting certain apps but allowing ones run by the government/telecoms providers within the country). The country receives one point if the content—torrents, pornography, news media, social media, VPNs, messaging/VoIP apps—is restricted but accessible, and two points if it is banned entirely. The higher the score, the more censorship.“ 

Út úr þessu kemur listi með því sem kalla má netfrelsisvísitölu landa heims. Það kemur sennilega fáum á óvart hvaða lönd það eru sem fá flest ritskoðunarstig: 

1. Norður-Kórea og Kína fá 11 stig af 11 mögulegum. Það er ekkert sem stjórnvöld í þessum tveimur löndum láta ófreistað til að hefta og ritskoða efni og forrit sem borgurunum býðst að nálgast á netinu. 

2. Þar á eftir koma Íran, Mjanmar (Búrma), Túrkmenistan og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem mælast öll með 9 stig af 11 mögulegum. 

3. Þá koma Hvíta-Rússland/Belarús, Óman, Pakistan, Katar, Sýrland, Taíland, Tyrkland og Úsbekistan með átta stig. 

4. Indland, Rússland, Kasakstan, Kúba, Egyptaland, Malasía, Sádi-Arabía og Venesúela eru meðal landa sem mælast með sjö stig á netritskoðunarkvarðanum. 

Tvö ríki í Evrópu skera sig úr - Tyrkland og Hvíta-Rússland/Belarús. Í báðum löndum viðhafa stjórnvöld ströng höft við hvers konar pólitískri fjölmiðlun á netinu, og hefta þar að auki notkun fólks á samfélags- og samskiptamiðlum. Tyrknesk stjórnvöld tóku til dæmis upp á því að banna WhatsApp-samskiptaappið í landinu. Í Tyrklandi eru í gildi ströng höft gegn notkun VPN (sýndareinkanets), og í Hvíta-Rússlandi/Belarús er slík notkun einfaldlega bönnuð með öllu. 

Til samanburðar mælist Ísland með 2 stig á þessum kvarða, sem er sama einkunn og flest önnur Norður- og Vesturevrópulönd fá. 

Pólitískir vefmiðlar sæta misströngum höftum í tólf löndum sem teljast til Evrópu í þessum samanburði (Tyrkland og Belarús eru þar á meðal). Kosovo og Svartfjallaland slökuðu á ritskroðun pólitískra miðla á þessu ári. 

Höfundar netritskoðunarvísitölunnar segja það ekki þurfa að koma neinum á óvart að lönd eins og Kína, Norður-Kórea og Íran komi verst út úr svona samanburðarrannsókn. En það sem þeir lýsa sérstökum áhyggjum yfir er að verða vitni að því að höft á netfrelsi fólks sé að færast í aukana víða um heim. Slík höft jukust í 27 löndum í ár, miðað við árið áður. Það voru hins vegar bara þrjú lönd sem þetta átti við um milli kannananna 2020-2021. Flest nýju höftin á þessu ári komu inn í Asíulöndum, og beindust gegn pólitískum miðlum og VPN-lausnum. 

Höfundarnir taka fram að VPN (sýndareinkanet) geri eftir sem áður miklum fjölda fólks út um allan heim mögulegt að vafra um netið í friði (og löglega!). En með aukinni ritskoðun kunni æ fleiri lönd að lenda á listanum yfir haftaríki, þar sem þrengt er að starfrænni friðhelgi einkalífs fólks. 

Nánar má lesa um þetta hér