Neyðarsjóður fyrir tyrkneska blaðamenn

Mikill fjöldi tyrkneskra blaðamanna hefur verið fangelsaður eða orðið að sæta öðrum ofsóknum undanfa…
Mikill fjöldi tyrkneskra blaðamanna hefur verið fangelsaður eða orðið að sæta öðrum ofsóknum undanfarin misseri.

Heims- og Evrópusamtök blaðamanna (IFJ og EFJ) hafa sammælst um að setja upp neyðarsjóð til að styrktar blaðamönnum í Tyrklandi sem á undanförnum árum hafa staðið frammi fyrir fordæmalausu ástandi í kjölfar átaka á stjórnmálasviðinu. Í júlí síðastliðnum var neyðarlögum aflétt í Tyrklandi eftir að hafa verið í gildi í tvö ár. Þrátt fyrir það halda stjórnvöld áfram að herja á blaðamenn sem standa frammi fyrir saksóknum, ótryggðu atvinnuástandi og afnámi ýmisa réttinda. Þúsundir blaðamanna hafa verið reknir á undanförnum árum með skelfilegum afleiðingum fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Þetta ástand hefur keyrt um þverbak undanfarin tvö ár. Í þeim tilgangi að styðja við tyrkneska blaða- og fréttamenn munu IFJ og EFJ setja á fót sjóð í nafni samstöðu eins og áður sagði.

Sjóðurinn mun veita fjárhagslega aðstoð til þeirra blaðamanna sem missa vinnu og sæta saksókn og fangelsun. Honum er ætlað að bjóða upp á lögfræðilega stuðning við blaðamenn og fjölskyldur þeirra og styðja þannig við mannréttindi þeirra. Honum er ætlað að geta brugðist skjót við og tekist á við bráð tilfellum og um leið veitt langtímastuðningi við þá sem þurfa þess mest. IFJ / EFJ bráðabirgðasjóður mun einnig aðstoða þá blaðamenn og fjölskyldur þeirra við að standa straum af læknisaðstoð.