NFJ: Látið Gui Minhai lausan!

Forustufólk norrænu blaðamannafélaganna sem stendur að baki yfirlýsingu um að frelsa beri  Gui Minha…
Forustufólk norrænu blaðamannafélaganna sem stendur að baki yfirlýsingu um að frelsa beri Gui Minhai.

Norræna blaðamannasambandið, NJF, sendi í dag frá sér  yfirlýsingu þar sem þess var krafist að sænski ríkisborgarinn, blaðamaðurinn og forleggjarinn  Gui Minhai verði látinn laus en hann er nú í haldi í Kína. Í yfirlýsingunni fordæmir NFJ fangelsun kínverskra stjórnvalda á Gui Minhai og broti á mannréttindum hans.  Er hvatt til þess að stjórnvöld láti hann lausan þegar í stað og hleypi honum úr landi. Þá skorar NJF á ríkisstjórnir Norðurlandanna og Evrópusambandsins að beita sér fyrir því að Gui Minhai verði látinn laus.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér