NJF: Lýsa áhyggjum af þróun fjölmiðlamarkaðar á Íslandi

 

NJF, Samband norrænna blaðamannafélaga, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 

Samband norrænna blaðamannafélaga, Nordisk Journalistforbund,  lýsir yfir áhyggjum af þróuninni sem er að verða á íslenskum fjölmiðlamarkaði.  Stöð 2 hefur í 34 ár flutt almenningi á Íslandi sjónvarpsfréttir í opinni dagskrá, en nú eru þær aðeins aðgengilegar áskrifendum. Fyrir verulegan hluta Íslendinga er almenningsrútvarpið RÚV nú eini valkosturinn. Hvað sjónvarpsfréttir varðar. Samband norrænu blaðamannafélaganna gera í sjálfu sér ekki athugsemdir við þær viðskitpaákvarðanir sem Stöð 2 hefur tekið.  Áhyggjur okkar eru hins vegar af neikvæðum áhrifum á fjölræði fjölmiðla á Íslandi, sem óumflýjanlega mun ógna fjölbreytileika til framtíðar. Þetta málefni var tekið til ítarlegrar umræðu á stafrænum fundi Sambands norrænu blaðamannafélaganna þriðjudaginn 26. janúar.

Fjölskipt og fjölbreytt fjölmiðlakerfi á Norðurlöndum og í Norður- og Vestur-Evrópu er mikilvægur þáttur í að efla lýðræði í þessum löndum.  Það er því æskilegt og eðlilegt að  stjórnvöld og lýðræðislegar stofnanir á Íslandi  setji í forgang að standa vörð um slík grundvallar kerfi þegar fjölmiðlalandslagið er þróað  í framtíðinni .

Ulrika Hyllert, formaður Samtaka sænskra blaðamanna

Tine Johansen, formaður Danska blaðamannafélagsins

Hanne Aho, forseti, Samtaka finnskra blaðamanna

Hege Iren Frantzen, formaður, Samtaka norskra blaðamanna

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands