Noregur: VG verði miðstöð íþróttafrétta

Breytingar eru að verða á skipulagi við skrif íþróttafrétta hjá miðlum í eingu Schibsted og Polaris í Noregi.  Fram að þessu hafa miðlarnir verið í samstarfi um miðlun íþróttafrétta á sameiginlegum vettvangi sem kallarst „100% Sport“, en nú mun sá vettvangur leggjast af en í staðinn verður íþróttaritstjórn VG miðstöð íþróttafrétta og vinnur þá í samstarfi við aðra miðla fyrirtækjanna. Þetta þýðir að VG vinnur með miðlum eins og Adresseavisen, Aftenposten, Bergens Tidende, Fædrelandsvennen og Stavanger Aftenblad. Samstarfið snýst um allar íþróttafréttir, bæði innlendar og erlendar og eins beinar lýsingar af íþróttaviðburðum.

Hugmyndin er að í þessu samstarfi muni íþróttaumfjöllun verða betri og fyllri í öllum miðlunum, en þrátt fyrir allt samstarfið sjá menn fyrir sér að einstakir miðlar geti setið einir að einstaka málum, sem flokkast þá sem þeirra sérmál.

Sjá meira hér