Númer 1 og 2: Á námskeiði í sjúkraþjálfun

Atli Steinarsson (t.v.) og Þorbjörn Guðmundsson (t.h.)
Atli Steinarsson (t.v.) og Þorbjörn Guðmundsson (t.h.)

Þeir sem skipa tvö efstu sætin í félagaskrá Blaðamannaféalgsins hittust fyrir algera tilviljn á dögunum. Þetta eru þeir Þorbjörn Guðmundsson, aldursforseti félagsins, sem verður 95 ára 30. desember n.k. og Atli Steinarsson, sem fagnaði 88 ára afmæli 30. júní s.l.

Vettvangurinn var dagdeild Landakots, þar sem Landsspítalinn rekur ýmiskonar þjónustu fyrir eldri borgara.  Þar gefst eldi borgurum tækifæri til að sækja um greiningu á líkamlegri getu sinni og í framhaldi af því að sækja um 15 daga þjálfun í sjúkraleikfimi undir handleiðslu hóps sjúkraþjálfara og þannig komast af stað með nauðsynlega hreyfingu og þjálfun.  Þeir sem komast að fá einnig tækifæri til að ræða við lækni, hjúkrunarkonur og alls kyns sérfræðinga um sín vandamál.  Námskeiðsþegar eru sóttir heim til sín snemma morguns, borða hádegisverð á Landakoti og eru fluttir heim milli kl 3 og 4 síðdegis. Þeir eru við æfingar í tækasal árdegis, þar sem fagfólk ákveður efriðleikastuðul æfinga og fylgist með hverjum einstakling við æfingarnar.  Frábær þjónusta.

Þorbjörn og Atli störfuðu saman við Morgublaðið um áratugaskeið. Í rúman áratug deildu þeir vinnuherbergi, þar sem voru tvö skrifborð.  Aðra vikuna unnu þeir á dagvalt frá 10 til 18 en hina frá 17 og þar til nýtt blað varð til.

Endurfundir þeirra á Landakoti var báðum til ánægju. Þeir nutu eftirlits og þjálfunar hjá Tómasi Maríusyni, sem reyndist þeim afar vel. Hann tók meðfylgjandi mynd.

Lesa má viðtöl við þá báða í bókinni Íslenskir blaðamenn, sem út kokm í tilefni af 110 ára afmæli BÍ árið 2007. Bókina er hægt að nálgast á bókasöfnum og betri bókabúðum auk þess sem einhver eintök munu til á skrifstofu  Blaðamannafélagsins.