Ný skýrsla ESB: Staða fjölmiðla versnar

Blaðsölustandur á Ítalíu. Evrópusamtök blaðamanna (EFJ) lýsa yfir áhyggjum sínum á stöðu blaðamennsk…
Blaðsölustandur á Ítalíu. Evrópusamtök blaðamanna (EFJ) lýsa yfir áhyggjum sínum á stöðu blaðamennskunnar í Evrópu.

Evrópusamtök blaðamanna (EFJ) lýsa yfir áhyggjum sínum á niðurstöðu nýrar skýrslu Evrópusambandsins um fjölbreytni og fjölhyggju (e.pluralism) fjölmiðla 2020 (Media Pluralism Monitor (MPM2020)). Skýrslan vekur athygli á versnandi stöðu þegar kemur að vernd blaðamennskunnar í Evrópu. Þannig er bent á að lönd eins og Króatía, Bretland, Búlgaría, Ungverjaland, Spánn, Rúmenía, Slóvakía, Albanía, Ítalía, Slóvenía, Malta, Írland og Frakkland eru nú talin í meðalhættu hvað þetta varðar á meðan Tyrkland er í mikili áhættu þegar kemur að þessum mælikvarða.

Þeir vísar sem lúta að vinnuaðstæðum blaðamanna koma illa út í 13 löndum: Albaníu, Búlgaríu, Króatíu, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Litháen, Portúgal, Rúmeníu, Slóveníu, Spáni, Tyrklandi og Bretlandi.

Í yfirlýsingu EFJ kemur fram að samtökin telja, að það hve dregið hefur úr öryggi og vernd blaðamanna sé ekki ásættanleg. Þannig hefur fjöldi landa í hættu tvöfaldast. EFJ telur að þetta sýni að ríki eru langt í frá að standa við skuldbindingar sínar hvað varðar verndun fjölmiðlafrelsis og að tryggja starfsskilyrði blaðamanna. EFJ krefst brýnna aðgerða frá stjórnvöldum í Evrópu til að vernda stöðu blaðamanna og til að tryggja að borgarar hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum.