Opið fyrir tilnefningar til Evrópuverðlauna

Fram til níunda desember næstkomandi geta blaðamenn frá öllum löndum Evrópu lagt sín bestu verk frá þessu ári fyrir dómnefnd Evrópsku blaðamennskuverðlaunanna (European Press Prize) og keppt um verðlaun næsta árs, en auk heiðursins fylgja þeim 10.000 evra peningaverðlaun. 

Að þessu sinni verða veittar viðurkenningar í fimm flokkum blaðamennsku: 

Framúrskarandi frásögn – fyrir blaðamennskulega frásögn í hæsta gæðaflokki  

Rannsóknarblaðamennska – fyrir hugrakka umfjöllun sem leiðir í ljós staðreyndir sem annars hefðu legið í þagnargildi 

Nýsköpun – fyrir blaðamennskuverkefni sem leitast við að nema nýjar lendur, á netinu eða utan þess 

Opinber umræða – fyrir verk sem ganga lengra en að segja frá og greina fréttir og glæða opinbera umræðu um samfélagslega mikilvæg mál 

Fólksflutningafréttamennska – fyrir frásagnir sem beina kastjósinu að félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu framlagi innflytjenda til bæði landanna sem þeir flytja frá og til 

Allar nánari upplýsingar er að finna hér