Prentmiðlar missa hlutdeild í auglýsingaköku

Skipting birtingarfjár 2017
Skipting birtingarfjár 2017

Dálítill samdráttur varð í auglýsingafé til fjölmiðla milli áranna 2016 og 2017, samkvæmt yfirliti Fjölmiðlanefndar um ráðstöfun stærstu birtingarhúsa á auglýsingafé. Árið 2017 ráðstöfuðu stærstu birtingahúsin á Íslandi auglýsingafé fyrir rúma fimm milljarða króna eða alls 5.415.658.414 sem var heldur lægri upphæð en árið 2016 þegar sömu birtingahús keyptu auglýsingar fyrir 5.512.108.040 kr.

Bæði ljósvakamiðlar og netmiðlar, innlendir og erlendir, auka heldur hlutdeild sína á auglýsingamarkaði en prentmiðlar  gefa eftir samkvæmt þessum tölum.

Sjá meira hér