Prentútgáfu DV hætt

DV mun hætta að koma út á prenti og er þetta í annað sinn á tæpu ári sem útgáfuféalagið Torg dregur saman í prentútgáfu sinni, en í apríl í fyrra var útgáfudöðgum Fréttablaðsins fækkað um einn vegna hagræðingar.  

Í yfirlýsingu á dv.is í dag, þar sem greint er frá „útgáfuhléi“ DV,  segir að samhliða verði aukinn kraftur hins vegar settur í vefmiðilinn dv.is og þar muni helgarviðtal DV t.d. birtast áfram á föstudögum. Þá kemur fram á dv.is að ákvörðunin sé tímabundin og til komin fyrst og fremst vegna samdráttar í auglýsingasölu á tímum Covid 19. Boðaðar eru nýjungar á vefnum dv.is og áfram verður á föstudögum hægt að lesa umbrotna nýja útgáfu af DV rafrænt og án endurgjalds. Tobba Marinós ritstjóri DV sagði upp ritstjórastarfinu fyrir nokkru, en samkvæmt tilkynningunni mun hún starfa áfram hjá Torgi og fylgja eftir breytingum á dv.is

Sjá einnig hér