- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Allir blaðamenn vita að umfjöllun um viðkvæm málefni eins og sjálfsvíg og geðsjúkdóma getur verið vandasöm. En hver er reynsla blaðamanna af slíkri umfjöllun, hvað ber að varast og hvert geta blaðamenn leitað sér upplýsinga og leiðbeininga? Blaðamannafélag Íslands býður félagsmönnum og nemum í blaðamennsku á pressukvöld til að ræða málið mánudaginn 9. september kl 20:00 í Síðumúla 23.
Í tilefni af útgáfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á nýjum leiðarvísi fyrir blaðamenn, ”Preventing suicide: a resource for media professionals” flytur Dr. Thomas
Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vín sem leiddi vinnuna við leiðarvísinn fyrirlestur sem ber heitið: Media and suicide — from Werther to Papageno effects.
Eftir fyrirlesturinn verður boðið upp á hreinskiptið samtal um hvernig blaðamenn geta lagt sitt af mörkum í baráttunni til að fækka sjálfsvígum. Eyrún Magnúsdóttir mun leiða umræðurnar.
Viðburðurinn er liður í Gulum september - vitundarvakningarátaki um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, og er einungis opinn félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands og nemum í blaðamennsku.
Um fyrirlesarann:
Thomas Niederkrotenthaler, MD, PhD, is Professor of Public Mental Health at the Medical University of Vienna, Austria. He is Vice President of the International Association for Suicide Prevention and coordinator of IASP‘s Partnerships for Life Programme in Europe, which is to support the development and implementation of suicide prevention strategies. Thomas has coined the „Papageno effect“ and has published more than 170 papers in the area of suicide
prevention.