Rætt um ráð gegn fölskum fréttum

„Besta mótefnið gegn fölskum fréttum er að berjast gegn slæmri blaðamennsku og styrkja góða og siðferðilega blaðamennsku,” Þetta sagi Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ) meðal annars á ráðstefnu sem haldin var fyrir helgina á vegum Evrópuþingsins að tilstuðlan  flokkahóps sósíal demokrata. Fjölmargir tóku þátt í ráðstefnunni bæða stjórnmálamenn og sérfræingar af ýmsu tagi.  Það kom greinilega fram í umræðum að þátttakendur töldu framgang og vöxt falskra frétta og villandi upplýsingamiðlunar vera alvarlegt vandamál. Gutiérrez sagði m.a. að það væri þó ekki endilega lausnin að bæta við  boðum og bönnum, en frekar væri líklegt til árangurs að vinna að auknum framgangi ábyrgrar og gagnsærrar blaðamennsku.    

Sjá um umræðurnar hér