Rafræn ráðstefna EFJ: Traust á fjölmiðlum

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í samstarfi við Framkvæmdastjorn ESB mun í mars standa fyrir tveggja daga  rafrænni ráðstefnu  um “traust á fjölmiðlum; þátttöku neytenda og gervigreind”, sem allir áhugamenn um blaðamennsku hvar sem er í heiminum geta tekið þátt í. Ráðstefnan verður haldin dagana 25. og 26. mars, og er hægt að velja hvort maður vill aðeins taka þátt í öðrum hvorum degi ráðstefnunnar eða henni allri.  Skráning er þegar hafin og stendur til 7. febrúar.

Á tímum uppplýsingamengunar hefur mikilvægi áreiðanlegrar fréttamennsku og framboðs traustra upplýsinga aukist til mikilla muna. Á þessari ráðstefnu munu ýmsir sérfræðingar takast á við spurninguna um það hvernig hægt sé að auka gæði í blaðamennsku með því að nýta þátttöku neytenda og þá tækni sem gervigreindin felur m.a. í sér. Enn fremur verður leitað svara við því hvernig Covid 19 hefur breytt trausti milli neytenda og fjölmiðla.

Sjá enn fremur hér