Rafrænt formannskjör í BÍ -uppfært

Kjörnefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fundað vegna formannskosninga í félaginu og í dag sendi formaður nefndarinnar, Arndís Þorgeirsdóttir, frá sér eftirfarandi niðurstöðu um tilhögun formannskjörsins: 

Reykjavík 19. apríl 2021 

Fyrirkomulag kjörs formanns Blaðamannafélags Íslands vegna starfsársins 2021-2022 verður með eftirfarandi hætti með vísan til greinar 4.5.1. í lögum félagsins.

Framboðsfundur verður haldinn í salarkynnum Blaðamannafélags Íslands að Síðumúla 23, 108 Reykjavík og beinu streymi til félaga í BÍ miðvikudaginn 21. apríl klukkan 20.00.  Miðað við núverandi sóttvarnarráðstafanir og hámark 20 manns í hverju sóttvarnarhólfi geta að hámarki 55 manns sótt staðfund en aðrir verða að taka þátt í fjarfundi. Skráning á fundinn fer fram á bi@press.is

Nýr formaður verður kjörinn í rafrænni atkvæðagreiðslu. Á kjörskrá eru 552, eins og staðan er, en hægt verður að kæra sig inn á kjörskrá standi rök til þess. Þeir sem eru á kjörskrá geta nálgast hlekk vegna kjörsins á heimasíðu BÍ til að kjósa með sama hætti og gert var vegna samþykktar kjarasamnings félagsins á síðasta ári.

Kjörfundur opnar á hádegi fimmtudaginn 22. apríl og stendur til miðnættis mánudaginn 26. apríl. Úrslit kosninganna verða kynnt á hádegi þriðjudaginn 27. apríl. Nýr formaður tekur formlega við embætti á aðalfundi félagsins 29. apríl næstkomandi.

 

Fyrir hönd kjörnenfndar Blaðamannafélags Íslands.

Arndís Þorgeirsdóttir