Risaniðurskurður blasir við hjá DR

Danska ríkisútvarpið DR mun þurfa að segja upp á milli 375 og 400 starfsmönnum og loka þremur sjónvarpsrásum og þremur útvarpsrásum vegna krafna ríkisstjórnarinnar um 20% niðurskurð á næstu 5 árum.  Daninn Mogens Bjerregård, sem er formaður Evrópusambands blaðamanna segir þetta sorgardag fyrr almannaútvarp í Danmörku. Almannaútvarp eigi undir högg að sækja víða í Evrópu, og þessi niðurskurður í Danmörku sé ógn við lýðræði.  Hann bendir á að í hnattrænu samhengi séu stóru fjölmiðla- og tæknirisarnir stöðugt að sækja í sig veðrið og þörfin fyrir fjölræði og fjölbreytni – ekki síst í almannaútvarpi – því aldrei verið meiri.

Sjá einnig hér