Samfélagsmiðlar og dreifing frétta

Ingibjörg Þórðardóttir, CNN
Ingibjörg Þórðardóttir, CNN

Ingibjörg Þórðardóttir, ritstjóri stafrænna teyma CNN er einn aðalfyrirlesari Haustráðstefnu Advania í ár sem fram fer í Hörpu 21. september.  Erindi Ingibjargar er á föstudagsmorgun og hefur yfirskriftina "Tækni og trúverðugleiki - Fréttaflutningur í sundruðum heimi". 

Ingibjörg mun fjalla um stafræna miðlun og hvernig hnignun helstu dreifingaleiða undanfarinna ára, á borð við Facebook, hefur áhrif á dreifingu og framleiðslu fréttaefnis. Hún deilir reynslu sinni af því að stýra stafrænum miðlum CNN á heimsvísu.  Í kynningu á erindi hennar segir m.a.: „Stafræn miðlun frétta hefur aldei verið flóknari en nú. Hnignun öflugustu dreifingaleiða undanfarinna ára, svo sem Facebook, hefur valdið uppnámi ekki bara í dreifingu fréttaefnis heldur framleiðslu efnisins líka. Hvernig er þá best að flytja fólki fréttir þegar stöðugt verður óljósara hvaða dreifingaleið er öflugust? Hvernig byggir miðill upp traust og trúverðugleika í umhverfi sem einkennist af tortryggni og sundrung?“

Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en vefsiðu hennar má finna hér