Samið við Viðskiptablaðið

Blaðamannafélag Íslands og Myllusetur, rekstrarfélag Viðskiptablaðsins, hafa undirritað kjarasamning, sem gildir til hausts 2022.  Samningurinn er samhljóða þeim samningi sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku, auk þess sem í samningnum er að finna ákvæði og útfærslu hvað varðar framsal á höfundarrétti.  Samningurinn verður kynntur og um hann greidd atkvæði á morgun, fimmtudag.

Þar með hefur Blaðamannafélagið undirritað kjarasamninga við alla samningsaðila sína, sem gilda í rúm tvö ár til hausts 2022. Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um almennan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og lýkur þeirri atkvæðagreiðslu á föstudag.