Siðanefnd BÍ: Tveir úrskurðir og ekki brot

Siðanefnd BÍ hefur sent frá sér tvo úrskurði í kærumálum, annars vegar gegn Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur á Stundinni og hins vegar gegn Kristínu Örnu Jónsdóttur á Mannlífi.  Niðursstaðan er að í hvorugu tilfellinu hafi verð brotið gegn Siðareglum BÍ.

Málið gegn Stundinni snerist um umfjöllun í blaðinu í apríl 2021 og snerist annars vegar um myndbirtingu á barni og hins vegar texta þar sem sagði “eignaðist barn með samkynhneigðum vinum sínum”.

Hin kæran, gegn Mannífi, snerist um viðtal við föður systra sem sakað höfðu föðurinn um kynferðislega misnotkun og hafði nafn mannsins komið fram í fjölmiðlum.

Hér má sjá úrskurðinn vegan Stundarinnar

Hér má sjá úrskurðinn vegan Mannlífs