Siðanefnd: Umfjöllun um fánamál og forræðisdeilu

 Öðru málinu vísaði siðanefnd frá en í hinu hljómar úrskurðurinn þannig að ekki hafi verið um brot á siðareglum að ræða.

Annað málið sem hér um ræðir er mál lögreglukonu sem birt var mynd af í fjölmiðlum og sem var með fána á búningi sínum. Kærð var umfjöllun sem birtist á Vísi 21. október undir fyrirsögninni:  Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði og birt mynd af kæranda, lögregluþjóni við störf, og hún nafngreind í fréttinni. Myndin hafði birst með frétt á mbl.is þann sama dag um alls óskylt mál. Kærðar eru vegna vegna fréttarinnar þær Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi.  Það sem kærandi gerir einkum athugasemd við er að nafn hennar hafi verið birt með fréttinni og að höfð hafi verið eftir henni ummæli sem hún taldi sig hafa viðhaft í trausti þess að ekkert yrði eftir henni haft.

Eftir umfjöllun siðanefndar um málið varð niðurstaðan sú að Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, hafi ekki brotið siðareglur BÍ.  Sjá má þá umfjöllun hér.

Hitt málið  sem siðanefnd fjallaði um var kærð umfjöllun Fréttastofu Stöðvar 2 í  sjónvarpsfréttum mánudaginn 28. september 2020 um dóm héraðsdóms í forræðisdeilu kæranda og barnsmóður hans. Í þessu máli koma fram mikilvæg umfjöllun af hálfu siðanefndar en þó er niðurstaða hennar þessi: ”Hvorki kærandi né kærðu urðu við beiðni Siðanefndar um að leggja endurrit dómsins eða útdrátt úr honum til nefndarinnar. Af þessum sökum getur Siðanefnd ekki metið hvort vinnubrögð blaðamanns hafi verið með þeim hætti að brotið hafi verið gegn skyldum skv. 3. gr. siðareglna. Málið telst því vera vanreifað og er kærunni vísað frá.”

Sjá úrskurð hér