Síðasta dagblaðið á vinstri vængnum

Bókin „Síðasta dagblaðið á vistri vængnum“, eftir Elías Snæland Jónsson er nú komin í bókabúðir. Bókin fjallar um endalok Tímans, Þjóðviljans og Alþyðublaðsins en einkum þó um blaðið Dag, sem reist var á rústum þessara blaða auk Dags á Akureyri.

Á bókarkápu segir m.a.: „Dagur reis upp úr rústum þessara flokksblaðla vinstri manna sem óháð dagblað með hjartað vinstra megin við miðju, end eftir dugmikla baráttu fram yfir aldamótin varð Dagur engu að síður fjórða íslenska dagblaið  til að falla í valinn á níu árum.

Elías Snæland Jónsson stóð í brimgarðinum sem ritstjóri Dags árin 1997 til 2001. Hann lýsir í þessari bók barátti ritstjórnar Dags á erfiðum tímum og lagdregnu dauðastríði þessa síðasta dagblaðs á vinstri vængnum.“