Síminn vann fjölmiðlamótið í fótbolta

Sigurlið Sjónvarps Símans.
Sigurlið Sjónvarps Símans.

Fjölmiðlamótið í knattspyrnu 2017 var haldið í Fífunni síðast liðinn laugardag, 11. nóvember.  Átta lið tóku þátt og eftir æsispennandi baráttu stóð Sjónvarp Símans uppi sem sigurvegari eftir framlengdan úrslitaleik við DV/Pressuna.