Skil í Myndir Ársins 2019

Blaðaljósmyndarafélag Íslands hefur opnað fyrir skil á myndum í árlegu blaðaljósmyndasamkeppnina.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands hefur opnað fyrir skil á myndum í árlegu blaðaljósmyndasamkeppnina.

Blaðaljósmyndarafélag Íslands hefur opnað fyrir skil á myndum í árlegu blaðaljósmyndasamkeppnina Myndir ársins. Þá hafa Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur gert með sér samning um að sýningin verði hýst í safninu til næstu 3ja ára.

Í Skotinu, sem er partur af sýningarrými safnsins, er hugmyndin að setja upp einkasýningu sem haldin er af meðlimi Blaðaljósmyndarafélagsins. Að þeim sökum óskar félagið eftir tillögur að myndum til sýningar þar.  Allar tillögur verða teknar fyrir af sýningarnefnd sem velur þann sem mun sýna í Skotinu. Félagið tekur fram að sýningin þurfi ekki að vera tengd fréttum eða öðru sem tengist starfi blaðaljósmyndara heldur er efnisval algjörlega frjálst.

Skilafrestur til 8. mars

Þessum myndum þarf að skila inn sér óháð skilum á myndum í Myndir ársins. Skilafrestur mynda er til kl. 24:00, sunnudaginn 8. mars 2020. Ef spurningar vakna varðandi þetta endilega sendið póst á blimyndir@gmail.com.

Skil í Myndir Ársins

Skilafrestur mynda er til kl. 24:00, sunnudaginn 8. mars 2020.

Félagið bendir á að myndum er t.d. hægt að skila með því að:

· gefa blimyndir@gmail.com aðgang að Dropbox möppu,

· þjappa skjal sem inniheldur myndirnar og senda sem dropbox-link

· þjappa skjal sem inniheldur myndirnar og senda í gegnum www.wetransfer.com á blimyndir@gmail.com

· notast við eitthvað sambærilegt og hér er talið upp að ofan.