Skiptir máli að hleypa konum að hljóðnemanum?

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu.

Það hallaði mikið á fjölda kvenna í fjölmiðlum þegar Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) hóf fjölmiðlaverkefni sitt árið 2013. Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, frá FKA, hefur jafnvægi myndast milli kynjanna í þáttum RÚV utan frétta. Þar batnar ástandið með hverju ári segir Gunnhildur Arna en Fjölmiðladagurinn hjá Blaðamannafélaginu verður haldinn 21. febrúar næstkomandi þar sem þessi mál verða rædd, meðal annars undir formerkjunum: Breyttist samfélagið? Eða breyttist hugarfar fjölmiðlafólksins? 

Þetta er stuttur fundur sem skiptir máli, segir Gunnhildur Arna og hvetur fólk til að mæta en spurningarnar sem FKA varpar fram eru: Er það í höndum fjölmiðla að breyta ásýnd samfélagsins eða endurspegla það eins og það er? Veltur kynjahlutfall viðmælenda á viðhorfi okkar? Hvernig telja frjálsu miðlarnir og er vert að samræma talninguna? Skiptir þú máli?

BÍ hvetur alla er láta sig málið varða til þess að kíkja í kaffi hjá Blaðamannafélaginu og kryfja málið í klukkustund og korter.

Dagskrá fundarins:

10.15 Fundur hefst í sal Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23

10.20 Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri hjá RÚV, segir frá hugarfarinu, talningunni og hugmyndafræðinni á bakvið kynjatalningar RÚV.

10.35 Pallborð og opnar umræður

Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Númiðla og Rásar 2

Anna Lilja Þórisdóttir, aðstoðarfréttastjóri og blaðamaður á Morgunblaðinu

Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri hjá RÚV

Þórir Guðmundsson, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.

11.30 Fundi slitið

Fundarstjóri: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir frá FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, sem heldur utan um fundinn á árlegum Fjölmiðladegi FKA. Fundurinn er fyrir fjölmiðlafólk allra miðla. Athugið að kynningu Steinunnar Þórhallsdóttur verður streymt á opinnni Facebook-síðu FKA.


Vinsamlegast skrá sig til leiks hér: