Skýrsla: Hvernig rússneskir miðlar fjalla um Norðurlönd

Fréttir og umfjöllun í rússneskum fjölmiðlum um Norðurlönd og raunar Evrópu og Evrópusambandið mótast að verulegu leyti á því að draga upp mynd af samfélögum sem byggja á slöku siðferði í mannlegum samskiptum og varðandi ESB að þar séu samfélög sem þess utan séu að hrynja undan þrýstingi frá innflytjendamálum flóttamönnum og skorti á siðferðisþreki. Þessari lýsingu er síðan stillt upp gegn andstæðunni, sem eru hin traustu rétttrúnaðargildi sem einkenna Rússland.  Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri rannsóknarskýrslu sem gerð hefur verið á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og Blaðamannaskólans í Árósum (NJC) um fréttaflutning í Rússlandi af Norðurlöndum og af fréttum á Norðurlöndum af Rússlandi.

Á Norðurlöndum er hins vegar dregin upp mynd af valdaelítu í Kreml sem öllu ráði í Rússlandi og er undirtónninn í öllum fréttum neikvæður og lýsir hugsanlegri ógn við Norðurlönd og Evrópu.

Í greiningu á fréttaefni og umfjölluninni er komist að því í rannsóknarskýrslunni, að fréttamatið og innrömmun umfjöllunarinnar sé líkari þessu staðalmyndum eftir því sem fréttirnar koma frá stærri og miðlægari miðlum, en þegar umfjöllun færist nær fólkinu og hversdagslegum samskiptum og landfræðilega nær, þá mildist tónninn verulega og breytist. Er á það bent að í því kunni að felast mikilvæg skilaboð um fréttamatið og umfjöllun milli þessara tveggja svæða og hugsanlega brúarsmíði milli þeirra.

Sjá skýrslu hér (enska)

Sjá frétt NJC hér