Spiegel hneykslið: BNA talar um and-ameríska umfjöllun

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú blandað sér í hneykslið sem skekur tímaritið Der Spiegel þar sem fyrrum blaðamaðurinn Claas Relotius, sem áður starfaðir hjá tímaritinu,  hefur orðið uppvís að því að skálda fréttir, ýmist  að öllu leyti eða að hluta. Það er sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi sem sendi tímaritinu formlegt bréf þar sem sagt er að þessar falsanir afhjúpi stofnanabundna and-ameríska bjögun sem viðgangist hjá hefðbundum fjölmiðlum í landinu. Segir sendiherrann, Richard Grenell, að Bandaríkin séu fórnalamb bjagaðrar umfjöllunar og að hann sé undrandi á þeirri and-amerísku umfjöllun sem hafi verið áberandi í tímarítinu.

Der Spiegel birti í því blaði sem kom út í vikunni tilkynningu þar sem blaðið tekur ábyrgð á rangfærslum og gerir grein fyrir því sem Claas Relotius hafði gert undir yfirskriftinni „ Við segjum frá hlutunum eins og þeir eru!   Alls fara 23 blaðsíður í þessu hefti undir það að gera upp þetta mál.

Claas Relotius hafði farið í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna og skrifað fréttir þaðan, en mest af því mun hafa verið uppspuni eða að miklu leyti skáldskapur.   

Sjá einnig hér og hér