Stöð 2 ekki brotleg

Siðanefnd BÍ hefur fellt úrskurð í kærumáli gegn  Íslandi í dag á Stöð 2 vegna umfjöllunar um erfitt umgengnismál.  Siðanefnd segir í úrskurði sínum að mál af þessu tagi séu viðkvæm og erfið en mikilvæg og varði m.a. aðkomu stjórnvalda  og eigi erindi við almenning. Nefndin hafnar því að fréttamaðurinn hafi dregið taum viðmælanda síns og boðið var upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram . Stöð 2 hafi því ekki brotið siðareglur  BÍ. 

Sjá úrskurð Siðanefndar hér